Sandsteinninn lætur kannski ekki mikið yfir sér en hann er glettilega litaglaður og hentar vel til að gefa beðum hlutlausan tón sem bætir um leið við ásjónu garðar með litabrigðum sem gleðja augað.
Grár sandsteinn- þurrt
Grár sandsteinn - blautt
Stærð steina: 8 - 16mm
GSR selur efnið í stærri einingum, yfirleitt í brettavís. Á brettinu eru 60, 20 kg pokar. Þeir sem hafa áhuga geta sent póst á gsr@gsr.is til að fá verð og upplýsingar. Það getur tekið 2-3 vikur að panta efni sem er ekki til á lager. Hægt er að fá steinana í minni einingum í Garðheimum (20kg pokum).
Eurogravel jarðvegsgrindurnar henta einstaklega vel við lagningu efnisins.