Flatmölin kemur úr náttúruperlum Kanada og hefur yfir sér dumbrauða ásjónu. Steinar eru flatir og því raðast efnið þétt og hentar það einstaklega vel til að draga fram jarðarliti og gefa görðum og grónum svæðum dýpt og mýkt.
Kanadísk flatmöl - þurrt
Kanadísk flatmöl - blautt
Stærð steina: 30 - 60mm
GSR selur efnið í stærri einingum, yfirleitt í brettavís. Á brettinu eru 60, 20 kg pokar. Þeir sem hafa áhuga geta sent póst á gsr@gsr.is til að fá verð og upplýsingar. Það getur tekið 2-3 vikur að panta efni sem er ekki til á lager. Hægt er að fá steinana í minni einingum í Garðheimum (20kg pokum).
Eurogravel jarðvegsgrindurnar henta einstaklega vel við lagningu efnisins.