Frágangskerfi – Multi edge

Frágangskerfin frá Multi Edge eru hugsuð fyrir garðeigendur til að setja upp t.d. beð og móta garðinn með einskonar plötum eða veggjum sem stúka af beð og gera notendum kleift að hafa aukna hæð á gróðri eða möl. Kerfin setja fallegan svip á garðinn og hægt er að velja úr fjórum tegundum frágangskerfa; ECO, FLEX, METAL og ADVANCED. Auðvelt er að tengja saman einingar í kerfunum, hanna rúnaðar eða beinar línur og auka þannig svip og skerpa á einstökum hlutum garðsins. ECO og FLEX eru gerð úr 100% endurunnu plasti en METAL og ADVANCED eru gerð úr málmi með kerfi til að festa saman einingar.

Multi Edge METAL

Multi Edge ADVANCE

Multi Edge METAL og ADCANCE gefa mikla möguleika og setja skemmtilegan svip á garðinn.

Multi Edge FLEX