Ísblá kemur í þremur mismunandi stærðum og gerðum. Efnið er dökkt, en minnir á jökulís eða öskuorfin kulda. Efnið hentar einstaklega vel í látlausum, stærri flötum en ekki sðíður til að undirstrika liti og draga fram andstæður við ljós og litrík blóm og plöntur.
Ísblá - stærri - þurr
Ísblá - stærri - blaut
Ísblá - minni - þurr
Ísblá - minni - blaut
Ísblá - ávalir - þurr
Ísblá - ávalir - blaut
Stærð steina: 16 - 32mm (stærri) og 8-16mm (minni). Ávölu steinarnir eru í stærð 16-25mm.
GSR selur efnið í stærri einingum, yfirleitt í brettavís. Á brettinu eru 60, 20 kg pokar. Þeir sem hafa áhuga geta sent póst á gsr@gsr.is til að fá verð og upplýsingar. Það getur tekið 2-3 vikur að panta efni sem er ekki til á lager. Hægt er að fá steinana í minni einingum í Garðheimum (20kg pokum).
Eurogravel jarðvegsgrindurnar henta einstaklega vel við lagningu efnisins.