gsr merki

Steypuvörn

Frá Bettongtett AS í Noregi flytjum við inn og seljum Controll steypuvörn. Innerseal er aðal efnið. Svo eru tvö önnur efni sem eru notuð við mismunandi aðstæður.

Steypuvarnarefnin eru öll vottuð og prófuð

Innerseal

Innerseal er svokallað water-glass efni og er veðurkápa á steypt mannvirki. Lárétt sem lóðrétt. Innerseal binst í efnasambönd við steypuna og fer allt að 17mm inn í steypuna og lokar sprungum allt að 1mm á breidd. Innerseal hentar afar vel til að verja steypt gólf en efnið herðir yfirborð steypunnar verulega.

Innerseal Plus+

Innerseal Plus hefur sömu eiginleika og Innerseal en til viðbótar verndar það steypuna fyrir kemískum efnum. Innerseal Plus+ hentar því sérlega vel á bílaplön, brýr, iðnaðargólf og aðra staði þar sem hert steypa þarf að þola ætandi efnasambönd. Innerseal Plus+ bindst inn í steypuna allt að 10mm á dýpt og hentar á steypt gólf þar sem mikið álag er. Herðir yfirborðið meira en Innerseal en oft eru Innerseal og Innerseal Plus notuð saman til að tryggja hámarks árangur.

Topseal

Best er að nota það sem yfirborðsefni á lárétta og lóðrétta fleti þar sem krafa er um sjónsteypuyfirborð. Hrindir vatni frá yfirborðinu. Einnig er auðvelt að þrífa veggjakrot af! Endist 3-5 ár við krefjandi aðstæður.

Controll steypuvörn

Efnin eru frá Noregi og byggja á einstakri hreinsunartækni (síunnartækni) en það hefur verið á markaðinum í mörg ár erlendis. Í allri notkun og öllum prufum kemur efnið mjög vel út og er um tímamótaefni að ræða. Efnin henta einstaklega vel til að verja steypu fyrir óblíðri veðráttu sem við þekkjum alltof vel hér á Íslandi. Um er að ræða þrjár tegundir af efnum sem verja bæði veggi og gólf úti og inni t.d. þar sem er mikið álag á gólfum. Efnið uppfyllir alla alþjóðlega staðla og próf eins og CE-vottun á vöru og framleiðslu. Efnið hentar vel á bílageymslur, gólf í iðnaði, virkjanir, brýr, endurvinnslustöðvar, skólphreinsistöðvar, steyptir veggir úti (sjónsteypa) og fleira þar sem að þarf að verja steypu fyrir veðri og álagi.

Efnin koma tilbúin til notkunar í 20 L brúsum.

Steypuvörn fyrir íslenskar aðstæður

Grein í fréttabréfi Steinsteypufélagsins í febrúar 2020

Steypuvörn fyrir íslenskar aðstæður

Bæklingar

Topseal (íslenska)
Sækja bækling
Innerseal (íslenska)
Sækja bækling
Innerseal Plus+ (íslenska)
Sækja bækling
Topseal (enska)
Sækja bækling
Innerseal (enska)
Sækja bækling
Innerseal Plus+ (enska)
Sækja bækling

Innlend verkefni

Innerseal steypuvörnin þolir íslenskar aðstæður innanhúss sem utan. Hún hefur verið notuð í fjölbreyttum verkefnum við hverskonar aðstæður.

Gróðurhús Grafarholti Lambhagi

Efni sett á 300m2 af gólfi í vinnslusal Lambhaga í Grafaholti.

SkyLagoon Kársnesi

Efni sett á bekki og veggi í lóni og einnig á jöfnunartanka fyrir vatnið.

Lokuhús Þjórsárveri

Innerseal og Topseal sett á lokuhús fyrir Landsvirkjun inná miðju hálendi.

Ársskógar 5 - 7 Mjódd

Bílageymsla úti. Efni sett á steypt gólf sem er keyrt á. Verk unnið fyrir Búseta.

Verkstæðisgólf í Hveragerði

Efni sett á verkstæðisgólf í Hveragerði.

Bílageymsla í Einholti fyrir Búseta

Efni sett á hluta af bílageymslu til að þétta sprungur í gólfi á milli hæða. Verk unnið fyrir Búseta.

Gróðurhús Lambhaga í Mosfellsdal

Efni sett á 6400m2 af gólfi í gróðurhúsi og framleiðslu fyrir Lambhaga.

Erlend verkefni

Skålatårnet - Noregi

Norskir minjaverðir ákváðu að nota Controll Innerseal til að verja hinn sögufræga Skålatårnet á toppi þjóðgarðsins í Jötunheimum.

Fiskeldi - Noregur

3300m2 gólf í lúðueldisstöð í Noregi er varið með Innerseal.

Saltskemmdir í bílastæðahúsi

Verulegar saltskemmdir í bílastæðahúsi voru lagaðar með Innerseal.

1500 m2 bílastæði

Innerseal var notað til að verja þetta 1500 m2 bílastæði úr forsteyptum einingum.

2000m2 iðnaðargólf

Endurvinnsla á heimilisúrgangi er krefjandi og eigendur þessarar endurvinnslustöðvar notuð Controll Innerseal til að verja gólfið fyrir hverskyns kemískum efnum.

Kjúklingabú - Svíþjóð

Til að viðhalda góðu hreinlæti í alífuglaiðnaði er nauðsynlegt að gólf séu varin og sléttuð með framúrskarandi efnum. Þetta sænska 2000m2 kjúklingabú notar Innerseal og Innerseal Plus+

The sergel fountain - Stokkhólmur

Þegar að viðgerðir voru gerðar á gosbrunninum í kringum listaverkið (1400m2) var sett grænlituð steypa á yfirborðið.
Það voru gerðar miklar kröfur um að verja flötinn og eftir miklar prófanir var Innerseal valið til þess að verja steypuna.

Stapelbäddsparken, Malmö

Bretta og hjólaskautagarður í Malmö í Svíþjóð. Sett Innerseal og Innerseal plus+ til þess að vernda steypuna fyrir höggálagi, megnun, vatni og frosti.

Hafnarbakki - Gautaborg

Innerseal efnin voru notuð við sprunguviðgerðir á 8300m2 hafnarbakka í Gautaborg.

Neysluvatnsgeymir 3000m3

Þessi neysluvatnsgeymir var vatnsvarinn með fjórum umferðum af Innerseal.

Bílastæði - Ítalía

Innerseal var notað til að verja þetta 1500 m2 bílastæði í Verona á Ítalíu.

Vörubílaverkstæði Volvo - Finnland

5000m2 verkstæðisgólf Volvo í Finnlandi er varið með Innerseal og Topseal, enda þarf gólfið að þola erfiðar aðstæður þunga bíla og misjafna veðráttu.

Skólphreinsistöð - Bergen

Skólphreinsistöðin í Bergen notar Innerseal efni til að verja gólf og aðra fleti, en álagið er mikið í þessari stöð sem þjónar um 300 þúsund íbúum.

Votfóðurgarðar - Danmörk

Í Danmörku nota bændur Innerseal til að verja þessa 2100m2 votfóðursgarða. Efnið er valið vegna einstakra eiginleika þess til að verja steypu fyrir raka, sveppum og öðru.

Bílastæðahús - Stuttgart

Innerseal efni voru notuð til að gera við þriggja hæða 6000m2 bílastæðahús í Stuttgart sem var orðið illa farið af völdum salts og vatns.

Skólphreinsistöð - Noregur

Þessi 25000m2 skólphreinsistöð er varin með Innerseal.

Skólpbrunnar - Svíþjóð

Fyrirtækið BAB Rörtryckning meðhöndlar alla brunna með Innerseal og Innerseal Plus.

Frárennslikerfi

Öll steypa í vatnsrýminu er varin með Innerseal

Sundlaug - Frölunda

Sundlaugin og nærliggjandi svæði höfðu tekið í sig klór-vatn og var járnið í steypuni byrjað að ryðga. Spáð var að burðarvirkið myndi skemmast fljótlega ef ekkert væri gert.
Gert var við sprungur og svo var borið Innerseal á flötinn og eftir 48 tíma var búið að stopa alla leka niður í kjallaran

Biogas-síló - Þýskaland

Yfir 500.000 m2 af steyptum Biogas-sílóum í Þýskalandi voru varin með Controll Innerseal. Verkefnið var vottað samkvæmt prófunaraðferðum sem lýst er í DIN 11622-2, framkvæmdar af TÜV Rheinland.

Sjötroll fiskeldisstöðin - Noregur

Á Fitjum í Sunnhordland, Noregi, er ein af heimsins stærstu fiskeldisstöðvum á landi. Árleg framleiðsla er um 12,5 milljónir fiska. Controll Innerseal var sett á alla steypta fleti á staðnum. Aðstaðan er um 18.000m2.

Kolaorkuver - Þýskaland

1600m2Orkuver sem var allt varið með Innerseal til að hámarka endingu og lágmarka viðhald.

Kjarnorkuver - Svíþjóð

Í Forsmark 3 kjarnorkuverinu í Svíþjóð var Innerseal notað við meðhöndlun steypu í kælivatnstanki (“Wet Well”)

IKEA verslunin - Þrándheimi

Á allar undirstöður var sett Innerseal og síðan Topseal til að halda fallegri áferð á steypuni.

Pellestova

Pellestova Hafjell hótel frá 1946 var tekið í gegn árið 2006. (40 herbergi og 50 stórar íbúðir)
1600 m2 bílakjallari var varinn með Controll Innerseal, bæði gólf og veggir.

Hafnarstjórahúsið - Bergen

Fyrrum skrifstofur hafnarinnar í Bergen var breytt í lúxus hótel. Húsið var upprunalega byggt úr granít og múrsteinum. Mikill raki var kominn í útveggina sem urðu til þess að þeir voru byrjaðir að skemmast.
Þetta vandmál var leyst með því að setja Controll Innerseal utan á bygginguna.

Frárennslislögn í Casablanca, Marokkó

Í Casablanca var ákveðið að vatnsverja frárennslilögn með Innerseal. Lögnin er 2,5 m í þvermál og 24 km á lengd, samtals um 117.000m2.

Hansaparken - Bergen

Gömlu steyptu brugghúsi frá 1899, var breytt í lúxus íbúðir og skrifstofuhúsnæði (33,000m2).
Steypan var hreinsuð með Controll Deepclean og svo sett Controll Topseal á steypta fleti.

Próf og vottanir

Vottanir

Öll framleiðslan hjá Controll hefur allar helstu vottanir, s.s. CE-vottun, EN-1504, ISO-14001 umhverfisvottun og System 2 en þá er úttektaraðilinn þriðji aðili sem sérhæfir sig í úttektum sem tekur út framleiðsluna. Efnin hafa verið tekin út og prófuð af fjölmörgum aðilum

Controll státar af umhverfisvottun og leggur mikla áherslu á að vörur þeirra og framleiðsla séu umhverfisvottuð.

Steypuvörn fyrir íslenskar aðstæður

Rannsóknastofnun iðnaðarins gerði frostpróf á steypu sem meðhöndluð var með Innerseal. Á myndunum hér að neðan má hvernig Innerseal verndar steypuna fyrir íslenska frostinu.

Efni varið með Innerseal

Efni án Innerseal