Steypuvörn

Frá Bettongtett AS í Noregi flytjum við inn og seljum Controll steypuvörn. Um er að ræða þrennskonar tegundir af steypuvarnarefnum.

  • Innerseal: er water-class veðurkápa fyrir steypt mannvirki
  • Innerseal Plus+: veitir sérstaka vernd fyrir kemískum efnum.
  • Topseal: steypuvarnarefni þar sem krafa er um sjónsteypu.

Steypuvarnarefnin eru öll vottuð og prófuð

Controll vörumerkið

Innerseal

Innerseal ffnið er svokallað water-glass og  er veðurkápa á steypt mannvirki. Lárétt sem lóðrétt. Innerseal bindst í efnasambönd við steypuna og fer allt að 17mm inn í steypuna og lokar sprungum allt að 1mm á breidd. Innerseal hentar afar vel til að verja steypt gólf en efnið herðir yfirborð steypunnar verulega.

Innerseal Plus+

Innerseal Plus hefur sömu eiginleika og Innerseal en til viðbótar verndar það steypuna fyrir kemískum efnum. Innerseal Plus+ hentar því sérlega vel á bílaplön, brýr, iðnaðargólf og aðra staði þar sem hert steypa þarf að þola ætandi efnasambönd. Innerseal Plus+ bindst inn í steypuna allt að 10mm á dýpt og hentar á steypt gólf þar sem mikið álag er. Herðir yfirborðið meira en Innerseal.

Topseal

Topseal er yfirborðsefni með svipaða eiginleika og Innerseal. Best er að nota það sem yfirborðsefni á lárétta og lóðrétta fleti þar sem krafa er um sjónsteypuyfirborð. Hrindir vatni frá yfirborðinu. Einnig er auðvelt að þrífa veggjakrot af!

Controll steypuvörn

Efnin eru frá Noregi og byggja á einstakri hreinsunartækni en það hefur verið á markaðinum í mörg ár. Í allri notkun og öllum prufum kemur efnið mjög vel út og virðist vera um tímamótaefni að ræða. Efnin henta einstaklega vel ltil að verja steypu fyrir óblíðri veðráttu sem við alltof vel hér á Íslandi. Um er að ræða þrjár tegundir af efnum sem verja bæði veggi og gólf úti og inni t.d. þar sem er mikið álag á gólfum. Efnið uppfyllir alla alþjóðlega staðla og próf eins og CE-vottun á vöru og framleiðslu. Efnið hentar vel á bílageymslur, gólf í iðnaði, virkjanir, brýr, endurvinnslustöðvar, skólphreinisstöðvar, steyptir veggir úti (sjónsteypa) og fleira þar sem að þarf að verja steypu fyrir veðri og álagi.

Efnin koma tilbúin til notkunar í 20 L brúsum.

Bæklingar

Topseal (íslenska)

Innerseal (íslenska)

Innerseal Plus+ (íslenska)

Topseal (enska)

Innerseal (enska)

Innerseal Plus+ (enska)