gsr merki

Flísaklæðningar

Góð reynsla við íslenskar aðstæður

Flísaklæðiningar frá Faveton hafa staðist íslenskar aðstæður, veður og vind í yfir 18 ár. Þær eru taldar varanlegri lausn heldur en t.d. límdar flísar.

Þær voru t.d. settar utan á Skuggahverfi þegar flísar sem settar voru utan á húsin höfðu verið að detta. Faveton hefur selt flísaklæðningar til yfir 60 landa í yfir 50 ár.

Hægt er að vinna við uppsetningu á flísunum allt árið því að ekki þarf að bíða eftir rétta veðrinu til að líma þær.

Festingar Faveton flísaklæðningarinnar eru á spennum (sem sjást ekki), ekki límdar, og það gerir gæfumuninn og eykur öryggi.

Auðvelt viðhald

Festingar Faveton flísaklæðninganna gerir það að verkum að mjög auðvelt er að sjá um viðhald á flísunum, gerist þess þörf. Ef svo óheppilega vill til að flís brotnar eða er skemmd, þá er auðvelt að skipta um stakar flísar, eða eins margar og þörf er á hverju sinni. Veggjakrot er hægt að þrífa af ef þess gerist þörf með réttu efni.

Um flísarnar

Faveton flísarnar eru framleiddar og innfluttar frá Spáni. Flísarnar eru endingargóðar og fáanlegar með margs konar áferð og í mörgum litum. Fjölbreytt úrval gerir margar mismundandi útfærslur mögulegar, auk þess sem röðun flísanna með mismunandi stærðum sitt á hvað gefur arkitektum og hönnuðum frábæra möguleika á að hanna einstakt útlit fyrir hverja byggingu.

Aðal kerfið heitir CERAM og hefur það verði mest notað en myndbandið hér fyrir ofan er af því:

ELAR-kerfið hentar einnig fyrir íslenskar aðstæður!

Sækja bækling um ELAR-kerfið

Áprentuð áferð

Ein af nýjungunum sem Faveton flísaklæðningin býður uppá er að hægt er að prenta áferð á flísarnar og ná þannig einstöku útliti. Dæmi um áferðir sem prentaðar hafa verið eru viður, marmari, steinn o.fl. Þannig fá hönnuðir meira frelsi til sköpunar með því að hafa fjölbreytt úrval áferða og lita.

Sækja bækling


Áferð og litir

Áferð (sjá bækling)

Stærð flísa

Flísarnar geta verið frá 190 mm til 590 mm (ekki 490mm eins og í bæklingi) á hæð og frá 190 mm til 1490 mm á breidd.

Uppsetningarkerfi

Einstakt uppsetningarkerfi flísanna býður uppá þá möguleika að nota nokkrar stærðir af flísum á sama flöt og snúa þeim á mismunandi hátt, háforma eða lágforma. Flísarnar er hægt að leggja í mismunandi uppröðun í mismunandi stærðum. Þannig skiptir það ekki máli hvort flísarnar eru standandi eða liggjandi í utanhússklæðningunni. Með þessu móti geta hönnuðir og arkitektar fengið mismunandi útkomu með því einfaldlega að breyta formi án þess að breyta um efni.

Uppbygging kerfisins

Uppsetningarkerfið fyrir flísaklæðninguna er í nokkrum þáttum.

Vinkill er festur á veginn sem á að klæða. Í álleiðara eða prófíl framan við er settur gúmmíkantur og einangrunin kemur þar á milli. Spennur eru festar í álleiðarana sem halda hverri flís fyrir sig fastri, bæði að ofan og neðan. (Sjá myndband)

Innifalið í kerfinu, það sem fylgir með í kaupunum og tilbúið til uppsetningar flísaklæðningarinnar, er allt nema einangrunin.

Verkefni

Hér eru nokkur hús sem klædd eru með flísum frá Faveton:

DALVEGUR 10-14 / 201 KÓPAVOGI

Verslunar- og skrifstofuhúsnæði þar sem flísar voru notaðar.

HRÓLFSKÁLAMELAR / 170 SELTJARNARNESI

Flísaklæðning sem stenst íslenskar aðstæður.

URÐARHVARF 6 / 203 KÓPAVOGI

Fyrsta efnisval arkitekta byggingarinnar

VATNSSTÍGUR 10-20 / 101 REYKJAVÍK

Hönnuðir völdu okkar lausnir eftir slæma reynslu af öðrum

Bæklingar

Flísabæklingur, íslenska
Sækja bækling
Faveton, stóri
Sækja bækling
Faveton, áprentun áferða
Sækja bækling

Faveton vottanir og prófanir

ISO-9001 1220-CPR ETA 17/0355