GSR býður upp á fjölbreyttar lausnir fyrir garða og lóðir. Náttúruleg skrautmöl, jarðvegsgrindur úr endurunnu plasti og frágangskantar sem eru úr endurunnu plasti, blikki og korten-stáli.
Hér fyrir neðan er dæmi um skrautmöl sem hefur verið vinsæl og mest spurt um en við erum með miklu meira úrval.
Stærðir: 18/25mm
Stærðir: 8/16mm
Stærðir: 16/25mm
Stærðir: 16/32mm
Stærðir: 8/16mm
Stærðir: 8/16mm
Stærðir: 16/32mm
Stærðir: 8/16mm
Stærðir: 16/32mm
Stærðir: 8/16mm
Stærðir: 16/25mm
Stærðir: 8/16mm
Stærðir: 14/25mm
Stærðir: 30/60mm
Stærðir: 16/25mm
Stærðir: 40/80mm
Stærðir: 25/40mm
Stærðir: 16/25mm
Stærðir: 16/25mm
Stærðir: 18/25mm
Miðjarðarhafsmölin skapara hlýlega og náttúrulega stemmningu í görðum og öðrum almenningsrýmum. Litirnir eru jarðtóna og draga fram andstæður í gróðri og manngerðum byggingum. Mölin hentar sem jarðvegur í hverskyns garða og almenningsrými. Þessi mynd er tekin hjá ánægðum viðskiptavini á höfuðborgarsvæðinu.
Eurogravel jarðvegsgrindurnar eru framleiddar úr endurunnu plasti og eru til í tveimur tegundum: Eurogravel PRO og Eurogravel PLUS. PRO-grindurnar eru hannaðar fyrir meiri þunga og þola þunga bíla en PLUS þolir faratæki upp að tveimur tonnum. Jarðvegsgrindur henta vel í fyrir stærri fleti, sérstaklega þar sem steinar eru notaðir í t.d. göngustíga eða á stöðum þar sem er umferð eða þungi hvílir á. Þær koma með áföstum gæða-drendúk til að minnka og auðvelda vinnu við niðurlögnina.
Eurogravel jarðvegsgrindurnar eru einkar hentugar og sterkar. Jarðvegsdúkurinn er áfastur þannig að gróður kemst ekki í gegn en hann hleypir í gegnum sig vatni. Grindurnar eru frostþolnar og með þeim á gera stöðugt undirlag með möl og skrautsteinum.
Eurogravel jarðvegsgrind
Jarðvegsgrind og rauð basknesk
Það er einfalt að leggja Eurogravel jarðvegsgrindur á stór sem lítil svæði
Pöndumöl lögð yfir Eurogravel jarðvegsgrind
Stöðugt undirlag er aðalkostur jarðvegsgrindanna
Eurgravel jarðvegsgrindurnar þola mikinn þunga.
Frágangskerfin frá Multi Edge eru hugsaðar fyrir garðeigendur til að setja upp t.d. beð og móta garðinn með einskonar plötum eða veggjum sem stúka af beð og gera notendum kleift að hafa aukna hæð á gróðri eða möl. Kerfin setja fallegan svip á garðinn og hægt er að velja úr fjórum tegundum frágangskerfa; ECO, FLEX, METAL og ADVANCED. Auðvelt er að tengja saman einingar í kerfunum, hanna rúnaðar eða beinar línur og auka þannig svip og skerpa á einstökum hlutum garðsins. ECO og FLEX eru gerð úr 100% endurunnu plasti en METAL og ADVANCED eru gerð úr málmi með kerfi til að festa saman einingar.
Multi Edge METAL og ADVANCE gefa mikla möguleika og setja skemmtilegan svip á garðinn.